Guðný Eva og María Lena skrifa undir

Tveir efnilegir leikmenn hafa skrifað undir samning við HK.

Guðný Eva Eiríksdóttir er á 18. aldursári og hefur verið lykilleikmaður í 2. flokks liði HK. Hún hefur spilað bæði sem bakvörður og kantmaður.

María Lena Ásgeirsdóttir er á 17. aldursári og var markahæsti leikmaður 2. flokks HK á Íslandsmótinu í fyrra. Hún spilaði líka 2 leiki með meistaraflokki HK/Víkings í Pepsi Max deildinni í fyrra.

Frábærar fréttir að þessar efnilegu stelpur hafi skrifað undir hjá HK.

Áfram HK!