Gummi Júl kveður HK

Guðmundur Júlíusson hefur ákveðið að söðla um og hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Fjölni.

Guðmundur kom fyrst til HK árið 2014 á láni frá Fjölni, ári síðar færði hann sig svo alfarið yfir til félagsins og hefur spilað stórt hlutverk í uppgangi liðsins undanfarin ár. Hann átti stóran þátt í því að koma liðinu í efstu deild þegar liðið lenti í öðru sæti Inkasso deildarinnar árið 2018. Í lok þess tímabils var hann valinn leikmaður ársins í deildinni.

Guðmundur hefur í heildina leikið 171 leik fyrir HK, þar af 29 leiki í efstu deild.

Við þökkum Gumma fyrir framlag hans til liðsins og óskum honum góðs gengis á nýjum vettvangi.