Íþróttahátíð HK 2021_

Íþróttahátíð HK 2021 var haldin hátíðleg þann 15. desember í veislusal Kórsins.

Hátíðin bar með sér brag af aðstæðum í þjóðfélaginu en þó gafst tækifæri til þess að heiðra okkar fremsta íþróttafólk við lágstemmda en hátíðlega athöfn.

Íþróttaárið sem senn er að líða var lærdómsríkt og krefjandi en engu að síður unnust sætir sigrar og mikil afrek hjá íþróttafólkinu okkar á árinu.

Pétur Örn Magnússon, formaður HK setti hátíðina og ávarpaði íþróttafólk HK og aðra gesti. Louisa Christina, íþrótta- og verkefnastjóri HK tilkynnti heiðranir og Ásdís Kristjánsdóttir, varaformaður HK veitti íþróttafólki HK viðurkenningar ásamt Pétri sem afhenti íþróttakonu- og manni HK eignar og farandbikar.


Í ár voru eftirfarandi heiðranir veittar þeim íþróttamönnum HK sem þóttu hafa skarað framúr á árinu og sem tilnefndir voru af félaginu og deildum til íþróttafólks Kópavogsbæjar í viðeigandi flokki.

 


Íþróttafólk HK 2021

Íþróttakona HK - Hjördís Eiríksdóttir

Íþróttamaður HK - Valgeir Valgeirsson


Lið ársins 2021


Meistaraflokkur kvenna í Blaki - Liðið varð Bikarmeistari, Deildarmeistari og Meistari meistarana á árinu!


Heiðranir deilda

Blakkona og blakmaður ársins - Hjördís Eiríksdóttir og Lúðvík Már Matthíasson

Blakkona og blakmaður ársins í flokki ungmenna - Helena Einarsdóttir og Sigurður Kári Harðarson

Danskona og dansmaður ársins - María Tinna Hauksdóttir og Gylfi Már Hrafnsson

Danskona og dansmaður ársins í flokki ungmenna - Eva Karen Ólafsdóttir og Guðjón Erik Óskarsson

Handknattleikskona og handknattleiksmaður ársins - Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Sigurjón Guðmundsson 

Handknattleiksskona og handknattleiksmaður ársins í flokki ungmenna - Embla Steindórsdóttir og Ingibert Snær Erlingsson

Knattspyrnukona og knattspyrnumaður ársins - Isabella Eva Aradóttir og Valgeir Valgeirsson

Knattspyrnukona og knattspyrnumaður ársins í flokki ungmenna - Henríetta Ágústsdóttir og Kristján Snær Frostason

Borðtennismaður ársins - Óskar Agnarsson

Borðtennismaður ársins í flokki ungmenna - Björgvin Ingi Ólafsson


 Innilega til hamingju kæra íþróttafólk HK, framtíðin er svo sannarlega ykkar!

Fyrirliði meistaraflokks kvenna í blaki, Hjördís Eiríksdóttir tekur á móti viðurkenningu fyrir lið ársins 2021

Lið ársins 2021 - Meistaflokkur kvenna í blaki

Íþróttakona HK 2021 - Hjördís Eiríkdóttir

 

Íþróttamaður HK 2021 - Valgeir Valgeirsson

Íþróttamaður- og kona HK ásamt formanni HK

Blakkona ársins 2021 - Hjördís Eiríksdóttir

Blakmaður ársins 2021 - Lúðvík Már Matthíasson

Danspar HK 2021 - Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir

Handknattleiksmaður HK 2021 - Sigurjón Guðmundsson

Handknattleikskona HK 2021 - Elna Ólöf Guðjónsdóttir

Knattspyrnukona HK 2021 - Isabella Eva Aradóttir

Knattspyrnumaður HK 2021 - Valgeir Valgeirsson

Borðtennismaður HK 2021 - Óskar Agnarsson

Blakmaður HK 2021 í flokki ungmenna - Sigurður Kári Harðarson

Blakkona HK 2021 í flokki ungmenna - Helena Einarsdóttir

Þjálfari Helenu, Emil Gunnarsson tók við viðurkenningunni fyrir hennar hönd en Helena var stödd á landsliðssæfingu

Danspar HK 2021 í flokki ungmenna - Eva Karen Ólafsdóttir og Guðjón Erik Óskarsson

Handknattleikskona HK 2021 í flokki ungmenna - Embla Steindórsdóttir

Faðir Emblu tekur hér við viðurkenningu Emblu sem var erlendis

Handknattleiksmaður HK 2021 í flokki ungmenna - Ingibert Snær Erlingsson

Knattspyrnumaður HK 2021 í flokki ungmenna - Kristján Snær Frostason

Knattspyrnukona HK 2021 í flokki ungmenna - Henríetta Ágústsdóttir

Borðtennismaður ársins 2021 í flokki ungmenna - Björgvin Ingi Ólafsson

Íþróttafólk HK 2021!