Íþróttahátíð HK 2022

Rósa Kristín Hafsteinsdóttir og Aron Logi Hrannarsson íþróttafólk HK 2022
Rósa Kristín Hafsteinsdóttir og Aron Logi Hrannarsson íþróttafólk HK 2022

 

Íþróttahátíð HK 2022 var haldin hátíðleg þann 10. janúar í veislusal Kórsins.

 

Íþróttaárið sem senn er að líða var lærdómsríkt og krefjandi en engu að síður unnust sætir sigrar og mikil afrek hjá íþróttafólkinu okkar á árinu.

Pétur Örn Magnússon, formaður HK setti hátíðina og ávarpaði íþróttafólk HK og aðra gesti. Árnína Steinunn Kristjánsdóttir varaformaður HK veitti íþróttafólki HK viðurkenningar ásamt Pétri sem afhenti íþróttakonu- og manni HK eignar og farandbikar.

Í ár voru eftirfarandi heiðranir veittar þeim íþróttamönnum HK sem þóttu hafa skarað framúr á árinu og sem tilnefndir voru af félaginu og deildum til íþróttafólks Kópavogsbæjar í viðeigandi flokki.

 


Íþróttafólk HK 2022

Íþróttakona HK - Rósa Kristín Hafsteinsdóttir

Íþróttamaður HK - Aron Logi Hrannarsson


Lið ársins 2022

2.fl kvk hjá HK í fótbolta varð Íslandsmeistari í A-deild U20 ára og er titillinn sögulegur fyrir þær sakir að þetta er fyrstli íslandsmeistaratitill félagsins í A-deild í 11 manna bolta kvenna.

 

Flokkur ársins 2022

3.fl.kvenna í handbolta. Þær stóðu sig frábærlega á síðasta tímabili. Töpuðu einungis 2 leikjum allt tímabilið og stóðu uppi sem Íslandsmeistarar

 


Heiðranir deilda

Blakkona og blakmaður ársins - Hanna María Friðriksdóttir og Valens Torfi Ingimundarson

Blakkona og blakmaður ársins í flokki ungmenna - Helena Einarsdóttir og Emil Diatlovic

Danskona og dansmaður ársins -  Rósa Kristín Hafsteinsdóttir og Aron Logi Hrannarsson

Danskona og dansmaður ársins í flokki ungmenna - Eva Karen Ólafsdóttir og Guðjón Erik Óskarsson

Handknattleikskona og handknattleiksmaður ársins - Sóley Ívarsdóttir og Hjörtur Ingi Halldórsson 

Handknattleiksskona og handknattleiksmaður ársins í flokki ungmenna - Rakel Dórothea Ágústdóttir og Ágúst Guðmundsson

Knattspyrnukona og knattspyrnumaður ársins - Henríetta Ágústsdóttir og Ívar Örn Jónsson

Knattspyrnukona og knattspyrnumaður ársins í flokki ungmenna - Katrín Rósa Egilsdóttir og Karl Ágúst Karlsson

Borðtennismaður ársins - Björgvin Ingi Ólafsson

Borðtennismaður ársins í flokki ungmenna - Darian Adam Róbertsson


 Innilega til hamingju kæra íþróttafólk HK, framtíðin er svo sannarlega ykkar!

 

 

Myndaveisla frá hátíðinni: Íþróttahátíð HK 2022