Handknattleiksdeild HK og Pure Deli í samstarf

Á föstudaginn var undirritaður samstarfssamningur milli Pure Deli og handknattleiksdeildar HK. Með þessum samningi kemur Pure Deli inn sem nýr styrktaraðili í handboltann hjá HK og mun þessi samningur lyfta mjög góðri umgjörð á heimaleikjum okkar í Kórnum upp á enn hærra plan. 

Pure Deli er veitingastaður með blandað og gott hráefni sem býður upp á súrdeigspizzur, vefjur, súpur og sallöt. Einnig eru þeir með brunch um helgar. Pure Deli er með tvo veitingastaði, annan í Urðarhvarfi 4 og hinn á Gerðarsafni í Hamraborginni. 

Handknattleiksdeild HK er gríðarlega ánægð að vera kominn í samstarf með jafn öflugu fyrirtæki og Pure Deli.