- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
Henríetta Ágústsdóttir hefur skrifað undir samning við HK.
Henríetta er 16 ára miðjumaður og er uppalin hjá HK.
Hún spilaði 2 leiki fyrir meistaraflokk í fyrra og er fastamaður í yngri landsliðum Íslands.
„Henríetta er ein af okkar ungu og efnilegu leikmönnum sem eru að koma upp úr sterku barna- og unglingastarfi félagsins. Hún leikur yfirleitt á miðjunni og er vinnusöm, áræðin og útsjónarsöm. Henríetta hefur fengið stórt hlutverk á undirbúningstímabilinu og staðið sig frábærlega. Fyrir utan fótboltalega hæfileika að þá býr hún yfir mjög sterku hugarfari og er dugleg að leggja á sig aukalega. Okkur hlakkar til að fá að vinna áfram með henni og hjálpa henni að þroskast og ætlumst til mikils af henni í rauðhvíta búningnum á komandi árum“ segir Jakob Leó Bjarnason
Áfram HK!