Hildur fer til Bandaríkjanna!

Mynd fengin af instagram reikningi: soccerandeducationusa
Mynd fengin af instagram reikningi: soccerandeducationusa

Hún Hildur Unnarsdóttir skrifaði nú á seinustu dögum undir skólastyrk hjá skóla í Bandaríkjunum. Hildur er uppalinn HK-ingur og spilar knattspyrnu í meistaraflokki kvenna. Skólinn sem hún fer í er Le Moyne College og er hann einkarekinn skóli með u.þ.b. 2500 nemendur. Skólinn er staðsettur í Syracuse sem er fimmta stærsta borg í New York.

Við viljum óska Hildi innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með henni í þessu ævintýri!

Áfram HK!

Upplýsingar fengnar af instagram reikningi:

Soccer and Education USA

 

 

 

 

 


  GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR