Hildur Lilja til HK

Hildur Lilja Ágústsdóttir
Hildur Lilja Ágústsdóttir

Hildur Lilja Ágústsdóttir gerir tveggja ára samning við HK. Hana þekkjum við auðvitað vel eftir að hafa verið á láni hjá okkur á síðasta tímabili og stóð sig gríðarlega vel. Hildur Lilja er uppalin í Breiðablik en hóf meistaraflokksferilinn sinn með Augnablik áður en hún lék 9 leiki með KR í Bestu deildinni. Auk þess hefur hún leikið 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hildur Lilja er kraftmikill leikmaður sem getur leyst flestar stöður á vellinum en hún lék mest í vörninni hjá okkur í fyrra. Hún býr yfir frábærum leikskilning, mikilli sendingagetu og hefur sýnt frábært hugarfar innan sem utan vallar frá fyrsta degi.

Guðni Þór Einarsson var að vonum glaður með fréttirnar: „Við erum í skýjunum með að hafa fengið Hildi Lilju til okkar. Hún var frábær hjá okkur í fyrra og er mikilvægur þáttur í okkar vegferð, bæði til nútíðar og framtíðar.“

#liðfólksins