Hjörtur framlengir

Hjörtur Ingi Halldórsson og Guðjón Björnsson formaður handknattleiksdeildar HK
Hjörtur Ingi Halldórsson og Guðjón Björnsson formaður handknattleiksdeildar HK

Hjörtur Ingi Halldórsson hefur skrifað undir 2 ára samning við HK.

Hjörtur kom til okkar frá Haukum árið 2020 og hefur tekið miklum framförum í HK-treyjunni og verið einn besti leikmaður félagsins síðan. Hann var markahæsti leikmaður liðsins á síðustu tímabili þegar við komumst upp úr Grillinu og er annar tveggja markahæstu manna á þessari leiktíð.

Hjörtur er enn einn leikmaðurinn sem ákveðið hefur að framlengja hjá HK sem undirstrikar svo sannarlega að menn hafi trú á framtíðinni í Kórnum. Við lítum á Hjört sem algjöran lykilleikmann í framtíð og okkur því mikil ánægja að hafa hann áfram innan okkar raða.