HK blakarar í U17 landsliðum kepptu í NEVZA mótinu

U17 landsliðin í blaki tóku þátt í NEVZA mótinu í IKAST í Danmörku 16.-17. október. Strákarnir enduðu í 4. sæti og stelpurnar í 5. sæti. Átta leikmenn úr HK voru í liðunum og stóðu þau sig með prýði á mótinu. 

Á meðfylgjandi mynd eru þau Hermann Hlynsson, Líney Inga Guðmundsdóttir, Elvar Örn Halldórsson, Heba Sól Stefánsdóttir, Valens Torfi Ingimundarson, Arna Sólrún Heimisdóttir og Elvar Breki Árnason.

Lesa má ítarlegri umfjöllum um keppni U17 liðanna í NEVZA mótinu á vef BLÍ og Blakfrettir.is