- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Handknattleiksfélag Kópavogs
- Happdrætti 2025
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Vetrafríið er fram undan og Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) býður upp á tvö glæsileg námskeið fyrir unga iðkendur sem vilja nýta fríið til að æfa, bæta sig og hafa gaman í leiðinni.
Bæði námskeiðin fara fram í Kórnum dagana 27.–28. október og eru leiðinlegt vetrafrí ekki lengur í boði hjá krökkunum!
HK heldur handboltanámskeið í vetrafríinu fyrir iðkendur í 5. og 6. flokki.
Æfingarnar fara fram kl. 9:00–11:00 og verða í umsjón Andra Þórs Helgasonar og Arons Dags Pálssonar, leikmanna úr meistaraflokki karla hjá HK.
Lögð verður áhersla á tækni, leikskilning og leikgleði, þar sem þátttakendur fá að æfa með og læra af tveimur reyndum leikmönnum og fyrirmyndum innan félagsins.
Þátttökugjald er 7.500 kr. og skráning fer fram í Abler.
Í fótboltanum verður boðið upp á afreksnámskeið fyrir iðkendur í 4. og 5. flokki, ætlað þeim sem vilja æfa aukalega og bæta leik sinn í vetrafríinu.
Æfingarnar fara fram undir stjórn Frans Wöhler og Arnar Freys, ásamt öflugum þjálfurum HK.
Æfingatímar:
5. og 4. flokkur kvenna: 11:00–12:15
5. flokkur karla: 12:30–13:45
4. flokkur karla: 14:00–15:15
Þátttökugjald er 8.500 kr. og skráning fer einnig fram í Abler.
Þetta er kjörin leið fyrir unga og metnaðarfulla iðkendur til að hreyfa sig, læra nýtt, æfa með vinum sínum og njóta vetrafrísins í Kórnum — í anda samheldni, gleði og metnaðar HK!