HK er deildarmeistari kvenna 2021


_

Kvennalið HK uðru í gær deildarmeistarar í blaki!

HK er deildarmeistari í Mizunodeild kvenna tímabilið 2020-2021 en seinustu leikjum deildarinnar lauk í gærkvöldi.

 

Lið HK gat tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri í kvöld og stóð því vel að vígi fyrir lokaleikinn. HK hafði unnið Þrótt Reykjavík þrisvar á tímabilinu og var því mun sigurstranglegra en liðin höfðu þó ekki spilað keppnisleik í dágóðan tíma. Fyrsta hrinan í kvöld var mjög jöfn en undir lok hennar stakk HK af og vann 20-25.

HK virtist ætla að fara létt með þriðju hrinuna en Þróttur minnkaði muninn og náði 21-19 forystu undir lok hrinunnar. HK reyndist þó sterkari aðilinn og vann 21-25. HK endar því tímabilið með 28 stig eftir 11 leiki sem jafngildir 2,55 stigum fyrir hvern spilaðan leik. Það dugir fyrir efsta sæti deildarinnar og HK er því deildarmeistari árið 2021. HK hefur því unnið bæði Mizunodeildina og Kjörísbikarinn þetta tímabilið en baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verður hörð.

- Blakfrettir.is

 

Innilega til hamingju með titilinn!

Áfram HK!


  GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR