HK fór með sigur í fyrsta Ofurbikarnum í blaki

Um helgina 13.-14. september fór Ofurbikarinn fram í fyrsta sinn. Um er að ræða undirbúningsmót fyrir liðin sem eru að fara keppa í Mizuno deildinni og var mótið haldið á Akureyri.

Kvennalið HK keppti við Aftureldingu, KA, Þrótt Neskaupsstað og Álftanes. Kvennaliðið stóð uppi sem sigurvegarar og því fyrsta liðið til að vinna þennan titil sem markar upphaf leiktímabilsins í blakinu.

Karlalið HK keppti við Aftureldingu, KA, Þrótt Neskaupsstað og Fylki og hreppti þriðja sætið eftir 3-0 sigur á Þrótti Nes. Við óskum báðum liðum til hamingju með árangurinn sinn!

Þess má geta að bæði karlalið og kvennalið HK fengu hvatningaverðlaun frá Blaksambandinu fyrir að huga vel að sóttvörnum bæði innan vallar sem utan.

Karlalið HK