HK hefur samið við Atla Arnarson

HK hefur samið við miðjumanninn öfluga Atla Arnarson um að ganga í raðir félagsins.

Atli er 25 ára og er uppalinn á Sauðárkróki. Hann hefur leikið yfir 50  leiki í efstu deild með Leikni og ÍBV. Hann lék 19 leiki fyrir ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar.

Fyrir hjá HK er bróðir Atla, Árni Arnarson, sem leikið hefur með HK síðastliðin 5 ár