HK-ingar í æfingahóp U-19 karla

Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson hafa valið 29 leikmenn til æfinga fyrir verkefni sumarsins. 

Hópurinn fer í mælingar á vegum HR föstudaginn 18. júní og æfir 24. - 27. júní. Eftir þessar æfingar verður hópurinn skorinn niður, en liðið undirbýr sig fyrir EM í Króatíu sem fer fram 12. - 22. ágúst.

Í hópnum eru fjórir HK-ingar:

Einar Bragi Aðalsteinsson
Kári Tómas Hauksson
Kristján Pétur Barðason
Símon Michael Guðjónsson


GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR