HK í fréttum

HK og Hamar í sérflokki

Meistaraflokkur karla í blaki er á góðu skriði þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með baráttunni sem líður á árið!

HK lagði Fylki að velli, 3:0, þegar liðin mætt­ust í úr­vals­deild karla í blaki í Digra­nesi í gær­kvöld.
HK-ing­ar byrjuðu vel og unnu tvær fyrstu hrin­urn­ar 25:18 og 25:19. Í þriðju hrinu byrjuðu Fylk­is­menn mjög vel og komust í 8:3. HK sneri því við og komst yfir 12:9 en hrin­an var hníf­jöfn þar til HK gerði út um hana, vann 25:20 og leik­inn þar með 3:0.
Stiga­hæst­ur í liði HK var Hrist­iy­an Dimitrov með 14 stig og eft­ir hon­um var Valens Torfi Ingi­mund­ar­son með 12 stig. Í liði Fylk­is var Atli Fann­ar Pét­urs­son stiga­hæst­ur með 7 stig og eft­ir hon­um voru þeir Mateusz Blic og Ser­gej Diatlovic með 6 stig hvor.
Ham­ar vann Þrótt úr Vog­um, 3:0, í Hvera­gerði, 25:9, 25:11 og 25:17. 
Ham­ar er því með 33 stig á toppn­um en HK er með 30 stig og þessi tvö lið eru í nokkr­um sér­flokki. Aft­ur­eld­ing er með 18 stig, KA 16, Þrótt­ur Fjarðabyggð 13, Vestri 12, Fylk­ir 4 og Þrótt­ur Vog­um er án stiga.