HK-ingar í Mizunoliði ársins

Mynd fengin af instagram reikningi liðsins: hk_blak
Mynd fengin af instagram reikningi liðsins: hk_blak

Nú þegar blaktímabilið hefur klárast þá er búið að gefa út draumalið Mizunodeildar kvenna fyrir tímabilið.

Draumaliðið samanstendur af fjórum leikmönnum Aftureldingar og þremur leikmönnum HK og þjálfara HK.

Hér má sjá HK-inga í liði ársins:

Kantur : Hjördís Eiríksdóttir

Miðja : Hanna María Friðriksdóttir og Sara Ósk Stefánsdóttir

Þjálfari : Emil Gunnarsson

HK stóð sig frábærlega í vetur þar sem þær urðu Bikar- og deildarmeistarar og lentu í 2. sæti á Íslandsmótinu.

Við óskum liðinu innilega til hamingju með árangurinn!


  GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR