HK-ingar í yngri landsliðum karla

Helgina 5.-7. nóvember æfa u-15 og u-16 ára landslið karla á höfuðborgarsvæðinu en u-18 og u-20 ára landsliðin halda út fyrir landssteinanna.

U-18 ára landslið karla tekur þátt í Pierre Tiby mótinu í París í Frakkland en þar er leikið gegn Frakklandi, Króatíu og Ungverjalandi. Liðið heldur utan 3. nóvember og kemur aftur heim 7. nóvember.

U-20 ára landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki gegn Dönum en liðið dvelur í Ishøj á meðan ferðinni stendur. Liðið verður í Danmörku frá 4. – 7. nóv, leikirnir fara fram 5. og 6. nóvember.

Það verður sannarlega nóg um að vera hjá yngri landsliðum í nóvember. HK-ingar eiga frábæra fulltrúa í liðunum, en þeir eru:

U-20 ára landslið kara:
Kristófer Ísak Bárðarson

U-16 ára landslið karla:
Ágúst Guðmundsson

U-15 ára landslið karla:
Dagur Fannarsson
Elmar Franz Ólafsson
Patrekur Þorbergsson
Styrmir Sigurðsson

Eins og alltaf erum við stolt af okkar krökkum og óskum þeim góðs gengis í sínum verkefnum.

Áfram Ísland, áfram HK!