HK Íslandsmeistarar í 4. flokki kvenna

Mynd: Handbolti.is
Mynd: Handbolti.is
HK tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki kvenna í dag. Þær unnu sterkt lið Fram í úrslitaleik sem haldinn var í íþróttamiðstöðinni við Varmá í Mosfellsbæ. Leikurinn endaði 22-19 fyrir HK í mjög spennandi leik. 
 
Elísa Helga Sigurðardóttir var valinn maður leiksins en hún átti góðan leik í marki HK.
 
Markahæstar voru; Embla (7 mörk), Katrín Hekla (4 mörk), Alfa og Leandra (3 mörk), Amelía og Sandra (3 mörk) og Telma (1 mark). 

Glæsilegur árangur hjá okkar stelpum! Til hamingju HK!