HK Íslandsmeistari í borðtennis í flokkakeppni pilta 13 ára og yngri

HK Íslandsmeistari í borðtennis í flokkakeppni pilta 13 ára og yngri

HK hefur orðið Íslandsmeistari í borðtennis í flokkakeppni pilta 13 ára og yngri. Íslandsmótið í liðakeppni unglinga fór fram í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli laugardaginn 11. október 2025.

HK-liðið samanstóð af Benedikt Darra G. Malmquist og Brynjar Gylfa G. Malmquist, sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn eftir frábæra frammistöðu.
Auk þeirra unnu Jörundur Steinar Hansen og Andri Sigurjón Hrundarson til silfurverðlauna í sömu keppni.

Alls tóku sjö keppendur frá HK þátt í mótinu og stóðu þeir sig afburðavel.
Félagið er afar stolt af þessum árangri og þeirri glæsilegu framgöngu ungu borðtenniskappanna á Hvolsvelli.