- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Handknattleiksfélag Kópavogs
- Happdrætti 2025
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Íþróttafélagið HK hefur samþykkt nýja jafnréttisstefnu sem miðar að því að tryggja jafnræði allra iðkenda óháð kyni eða öðrum mismununarástæðum. Stefnan nær til allra þátta starfseminnar og er liður í að byggja upp sanngjarnt og fjölbreytt íþróttastarf innan félagsins.
Helstu markmið stefnunnar eru eftirfarandi:
Iðkendur á sama aldri í sömu íþróttagrein fái jafn marga og sambærilega æfingatíma, óháð kyni.
Aðstaða og aðbúnaður mismuni ekki iðkendum eftir kyni.
Samræmi sé tryggt í fjárveitingum til íþróttagreina, óháð kyni iðkenda.
Möguleikar til fjáraflana í nafni félagsins séu jafnir fyrir alla iðkendur, óháð kyni.
Íþróttafélagið skuli þjóna fjölbreyttum hópi iðkenda.
Leitast skal við að jafna kynjahlutföll í þeim greinum þar sem það á við.
Unnið sé markvisst gegn staðalímyndum og fordómum.
Iðkendur skuli ekki verða fyrir mismunun í fréttum eða kynningarefni sem félagið birtir.
Viðurkenningar og verðlaun skulu veitt án kynbundinnar mismununar og vera sambærileg fyrir öll kyn í sömu greinum.
HK leggur ríka áherslu á að íþróttastarf sé öllum opið og að allir fái jöfn tækifæri til þátttöku og viðurkenningar.
Hægt er að kynna sér jafnréttisstefnuna í heild sinni á heimasíðu félagsins: Jafnréttisstefna