HK leika til úrslita um íslandsmeistaratitil í liðakeppni í borðtennis


HK-A vann sinn leik gegn deildarmeisturum Víkings í undanúrslitum í Keldu deildinni í borðtennis á laugardaginn og tryggði sér sæti í úrslitum deildarinnar sem fara fram í Íþróttahúsinu við strandgötu næsta sunnudag.

Þetta verður í fyrsta sinn sem HK leikur til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í liðakeppni í borðtennis.