Góður árangur HK liðanna á Haustmóti BLÍ

HK gerði gott mót á haustmóti BLÍ sem haldið var um helgina. Haustmótsmeistarar kvenna 2019 er lið HK eftir hörkuleik við Aftureldingu sem endaði með upphækkun í oddahrinu 17-15. 

Haustmótsmeistarar karla 2019 var lið HK en liðið vann alla sína leiki. Maraþonhrina var spiluð í úrslitaleiknum á móti Aftureldingu en seinni hrinan fór 43-41 fyrir HK.

Þá lenti HK-B í öðru sæti í 1. deild karla, Ýmir B í 4. sæti í 2. deild kvenna, HK Kokteill í 2. sæti í 4. deild kvenna og HK Bellur A í 4. sæti. HK Wunder D unnu svo 5. deild kvenna. 

Við óskum liðunum innilega til hamingju með góðan árangur á mótinu!

 Kvennalið HK