HK og Bestla í samstarf

Handknattleiksdeild HK og byggingarfélagið Bestla hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára. Bestla er vaxandi fyrirtæki sem var stofnað árið 2011 og sérhæfir sig í þróunarverkefnum fasteigna, ásamt leigu og sölu á fasteignum. 

Það er gríðarleg ánægja með þetta samstarf og vonar handknattleiksdeild HK að þetta sé byrjunin á löngu og farsælu samstarfi. 

Áfram HK!