HK og Lind fasteignasala gera með sér samastarfssamning

Handknattleiksdeild HK og Lind fasteignasala hafa gert með sér samstarfssamning.

Lind fasteignasala var stofnuð árið 2003 og hefur alla tíð verið starfrækt í Kópavogi. Á Lind fasteignasölu er veitt fagleg og persónuleg þjónusta og frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á hátt þjónustustig. Við hvetjum alla HK-inga sem eru í fasteignahugleiðingum að skoða úrvalið hjá þeim á https://www.fastlind.is/soluskra eða hafa samband við Lind í síma 510-7900

Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð að fá jafn öflugt fyrirtæki í samstarf með deildinni.

Áfram HK!