Isabella Eva framlengir við HK

Isabella Eva hefur framlengt samning sinn út árið 2025.
Isabella Eva hefur framlengt samning sinn út árið 2025.

Isabella Eva Aradóttir hefur endursamið við Knattspyrnudeild HK til þriggja ára.

Þetta er félaginu einstaklega ánægjulegt enda er Isabella borin og barnfædd í HK og er fyrirliði meistaraflokks félagsins.

Isabella hefur leikið 141 leik fyrir HK og skorað í þeim 22 mörk.

Hún sýnir með þessu samningi mikla trú og tryggð við félagið og stefnu þess. Nokkuð sem er félaginu svo gott sem ómetanlegt.

Áfram HK!
#LiðFólksins