Íþróttaskóli fyrir krakka með stuðningsþörf

Íþróttaskóli fyrir krakka með stuðningsþörf

Boðið er upp á skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar á sunnudagsmorgnum kl. 09:30–10:30 í Íþróttahúsinu Digranesi.
Þjálfari: Björk Varðardóttir, íþróttakennari.

Æfingarnar eru ætlaðar börnum á öllum aldri með ýmiss konar stuðningsþarfir. Lögð er áhersla á jákvæða reynslu, hreyfingu og leik í öruggu umhverfi með fjölbreyttum stöðvum.

Aðgangur er ókeypis og öllum er velkomið að mæta og prófa!

Fyrsta æfing er sunnudaginn 30. nóvember.