HK tók þátt í Fyrirtæki ársins hjá VR 2025 og hlaut þar mjög góða niðurstöðu sem endurspeglar sterkan starfsanda, traust og jafnrétti innan félagsins.
Viðurkenningin byggir á niðurstöðum starfsánægjukönnunar sem metur ánægju, starfsanda og gæðaviðmið í starfsemi fyrirtækja á Íslandi.
HK var eina íþróttafélagið sem tók þátt í vinnustaðagreiningu VR 2025, sem undirstrikar fagmennsku, metnað og góða stjórnarhætti innan félagsins.
Af íþróttahreyfingunni í heild voru einungis HK og KSÍ sem tóku þátt. Skýrt merki um faglegt starf og metnað innan HK.
Í niðurstöðunum kemur fram að styrkleikar HK liggja í jafnrétti, stjórnun og sveigjanleika, þar sem starfsfólk lýsir mikilli ánægju með samskipti, traust og möguleika á að samræma vinnu og einkalíf. Helstu tækifæri til úrbóta felast í því að efla vinnuskilyrði og aðbúnað enn frekar til að styðja áfram við starfsánægju og árangur. HK hlaut í könnuninni heildareinkunnina 4,32 af 5 mögulegum, sem er nálægt meðaltali stærðarflokksins.
„Könnunin gefur okkur dýrmæta innsýn í upplifun starfsfólks og sýnir að við höfum sterkan grunn í jafnrétti og leiðtogastarfi. Nú horfum við fram á veginn með það að markmiði að bæta vinnuskilyrði og halda áfram að byggja upp vinnustað sem allir geta verið stoltir af.“
„Við erum mjög stolt af þessum árangri og þeirri staðreynd að HK er eina íþróttafélagið sem tekur þátt í þessari viðamiklu könnun.“ segir Framkvæmdastjóri HK, Sandra Sigurðardóttir