Jóhann Birgir til liðs við HK

Jóhann Birgir Ingvarsson hefur gengið til liðs við HK.

Jóhann þekkir vel til hjá félaginu því hann lék á láni frá FH fyrri hluta síðasta tímabils.

Jóhann getur leikið allar stöður fyrir utan.

Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð að fá jafn öflugan leikmann og Jóhann til liðs við félagið og bindur miklar vonir við hann.

Áfram HK!