Jón Gunnlaugur framlengir við HK - Leikmenn einnig að skrifa undir

Jón Gunnlaugur framlengir við HK
Jón Gunnlaugur framlengir við HK

Jón Gunnlaugur Viggósson hefur endurnýjað samning sinn við handknattleiksdeild HK. Jón Gunnlaugur hefur þjálfað meistaraflokk karla síðastliðin tvö ár og hefur verið að byggja upp nýtt lið sem er að mestu byggt upp á uppöldum ungum HK-ingum. Undir stjórn Jóns Gunnlaugs hafa þessir ungu leikmenn tekið stór skref framávið og er það félaginu gleðiefni að hafa tryggt sér áframhaldandi þjónustu hans.

HK framlengir við lykilleikmenn

Handknattleiksdeild HK hefur framlengt samninga við sex af leikmönnum liðsins. 
Þeir Bjarki Finnbogason, Elías Björgvin Sigurðsson, Kristján Ottó Hjálmsson, Grétar Áki Andersen, Sigurjón Guðmundsson og Stefán Huldar Stefánsson hafa allir skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Allir þessir leikmenn hafa leikið afar vel með HK og bindur félagið miklar vonir við þá á næstu leiktíðum.