Knattspyrnudeild HK hefur ráðið til sín tvo nýja þjálfara

Knattspyrnudeild HK hefur ráðið til sín tvo nýja þjálfara sem hefja störf á næstu dögum. Þeir heita Armandas Leskys og Frans Wöhler. Armandas er með KSÍ B1 þjálfaragráðu og er einnig með Bsc gráðu í íþróttafræði úr HR. Armandas kemur inn í þjálfarateymi 3. og 4. flokks karla hjá HK en hann hefur áður þjálfað hjá Þrótti og nú síðast hjá Aftureldingu. Frans kemur einnig frá Aftureldingu þar sem hann hefur þjálfað undanfarin ár. Frans hefur þjálfað alla flokka frá 3. flokki og niður í 8. flokk. Frans er með UEFA B og KSÍ A1 þjálfaragráðu. Frans er einnig með Bsc gráðu í íþróttafræði úr HR. Frans mun koma inn í þjálfarateymi 4. og 5. flokks karla. Knattspyrnudeild HK býður þá velkomna til starfa.