Konráð skrifar undir

Konráð Olavsson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild HK. Konráð mun stýra 3. flokki karla ásamt því að vera í þjálfarateymi meistaraflokks og U-liðs karla. Konráð stýrði 5. flokki karla hjá HK á síðustu leiktíð. Konráð er með gríðarlega mikla reynslu sem leikmaður og þjálfari. Hann spilaði 174 landsleiki fyrir Ísland.

Konráð er virkilega góð viðbót í frábært teymi í kringum meistaraflokkana karlamegin. 

Áfram HK!