Kristín Anítudóttir Mcmillan í HK

-

Knattspyrnudeild HK hefur samið við Kristínu Anítudóttur Mcmillan, en hún kemur til liðsins frá Grindavík.

Kristín er miðvörður, fædd árið 2000 og hefur spilað með Grindavík allan sinn feril. Kristín var fyrirliði Grindavíkur síðasta sumar og spilaði alla 18 leiki liðsins í Lengjudeildinni. Hún hefur samtals leikið 76 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 3 mörk. 

„Tilfinningin er mjög góð, ég er ótrúlega spennt fyrir komandi tímabili. Mér líst vel á hópinn og alla umgjörð og starfsfólkið í kringum liðið. Ég er spennt að prufa eitthvað nýtt og takast á við nýjar áskoranir í nýju umhverfi,“ segir Kristín.

 Velkomin Kristín og áfram HK!