Kristján Snær Frostason í leikmannahóp U-17


Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í tveimur vináttuleikjum við Finnland, 25. og 27.ágúst n.k. Leikið verður í Finnlandi. 

HK á þar sinn fulltrúa hinn 16 ára gamla Kristján Snæ Frostason sem nýlega skrifaði undir sinn fyrsta leikmannasamning við félagið.
 
Við viljum óska Kristjáni innilega til hamingju með árangurinn. Framtíðin er svo sannarlega björt.
 
Áfram HK!