Kristján Snær Frostason í leikmannahópi U17

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U17 karla hefur valið leikmannahóp fyrir leiki í undankeppni EM U17 karla sem fara fram í Ungverjalandi dagana 19.-29.október n.k. Leikið verður gegn Ungverjalandi, Georgíu og Eistlandi.

 

HK á sinn fulltrúa í hópnum, hinn bráðefnilega Kristján Snæ Frostason.

 

Við óskum Kristjáni og strákunum öllum góðs gengis í þessu verkefni.

 

Áfram Ísland!