Kristján Snær Frostason og Tumi Þorvarsson í æfingahópi U17

 

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 karla hefur valið 28 manna æfingahóp vegna þáttöku í undankeppni EM 2022. Æfingar fara fram dagana 7.-9. október. Eftir þá æfingalotu verða svo 20 leikmenn valdir til þátttöku í fyrstu umferð undankeppninnar sem fram fer í Ungverjalandi eftir rúmar þrjár vikur.

 

HK á tvo fulltrúa í æfingahópnum, þá Kristján Snæ Frostason og Tuma Þorvarsson.

 

Við óskum strákunum innilega til hamingju með árangurinn. Framtíðin hjá HK er svo sannarlega björt.

 

Áfram HK!