Kristófer kominn í HK

Kristófer Andri Daðason hefur skrifað undir samning við HK. Kristófer gengur til liðs við HK frá Víking. Hann skoraði 126 mörk í 18 leikjum fyrir Víking í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili. Hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands og passar vel inn í ungan kjarna leikmanna HK.

Vertu hjartanlega velkominn Kristófer.

Áfram HK!