Kvennalið HK bikarmeistarar!

Kvennalið HK urðu um helgina bikarmeistarar í blaki.

Þær unnu lið KA 3-0 í úrslitaleiknum. Þetta er sjötti bikarmeistaratitilinn hjá stelpunum okkar.

Sara Ósk Stefánsdóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Hún er að eiga algjörlega frábært tímabil með liðinu.

Innilega til hamingju með titilinn!

Áfram HK!


GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR