Lára og Ólöf skrifa undir

Knattspyrnudeild HK hefur skrifað undir samning við 2 leikmenn.

Lára Hallgrímsdóttir er aftur kominn í HK. Lára sem er 24 ára er uppalin hjá félaginu og lék með liði HK/Víkings í 1. deildinni árin 2014-2016. Hún kemur með gæði og reynslu inn í ungt HK lið í baráttunni í 2. deildinni í sumar.

Ólöf Ragnarsdóttir skrifaði einnig undir samning. Hún er 19 ára uppalin efnilegur leikmaður sem spilar sem miðjumaður og kantmaður. 

Félagið er mjög ánægð að hafa náð samningum við þessa leikmenn.

Áfram HK!