Louisa er nýr íþrótta- og verkefnastjóri HK


_

Við kynnum Louisu til leiks sem nýjan Íþrótta– og verkefnastjóra hjá okkur í HK.  

Louisa tók á dögunum við starfi íþrótta- og verkefnastjóra HK. Hún tekur við starfinu af Jóni Þór og vill HK þakka honum fyrir samstarfið.  

Louisa var verknámsnemi hjá okkur á skrifstofu HK á seinasta ári og starfsemi félagsins því vel kunn. Louisa er uppalinn Vestmannaeyingur, fædd þann 22. apríl 1989. Hún stundar nám í Íþrótta- og heilsufræðum við Háskólann í Reykjavík og er um þessar mundir að vinna að lokaverkefni sínu í samvinnu við HK og mun útskrifast með BSc. gráðu í vor. 

Við vonumst til að Louisu eigi eftir líði vel hjá okkur í HK og bjóðum hana velkomna til starfa.

Fyrir hönd HK
Hanna Carla Jóhannsdóttir
Framkvæmdastjóri HK


  GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR