Marciano Aziz gengur til liðs við HK

Marciano Aziz hefur skrifað undir 2. ára samning við HK.
Marciano Aziz hefur skrifað undir 2. ára samning við HK.

Welkom Marciano Aziz! 

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Marciano Aziz hefur skrifað undir tveggja ára samning við HK.

Aziz spilaði 10 leiki með Aftureldingu á síðustu leiktíð og skoraði í þeim 10 mörk.

Hann er 21 árs gamall (2001) og hefur leikið 4 landsleiki með U-17 ára landsliði Belga.

Aziz mun styrkja hópinn mikið fyrir komandi tímabil í Bestu Deildinni og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til félagsins.

Áfram HK!