Maxime Sauvageon tilnefndur sem langhlaupari ársins

Þjálfari hlaupahóps HK, Maxime Sauvageon hefur verið tilnefndur sem langhlaupari ársins árið 2020 af halup.is.

Maxime hefur verið duglegur að taka þátt í keppnishlaupum og bætt sig jafnt og þétt og barðist um verðlaunasæti í mörgum hlaupum á síðasta ári. Varð annar í Laugavegshlaupinu á 4:33:45 klst. Sigraði Snæfellsjökulshlaupið (22 km), varð annar í Mýrdalshlaupinu (21 km) á 1:50:17 og fjórði í Hengill Ultra (25 km) á 1:45:50 klst. Hann var einnig Powerade mótaröðina árið veturinn 2019-2020.

Við hvetjum alla HK-inga til að fara inn á hlaup.is og skrá sig þar undir mínar síðar og kjósa okkar mann :) Hægt er að kjósa til 29. janúar. 

Við mælum eindregið með að allir HK-ingar prufi hlaupaæfingu hjá hlaupahópnum. Hópurinn hefur verið starfræktur frá haustinu 2019 og hefur verið að stækka jafnt og þétt. Hann æfir þriðjudaga 17:45-19:00 frá Kórnum og fimmtudaga 17:45-19:00 frá Fagralundi. Allar upplýsingar um hlaupahópinn má finna inni á facebook síðu hópsins.

Áfram HK!


GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR