Nýr framkvæmdastjóri tekinn til starfa

"Þegar ég lít yfir farinn veg þá er þakklæti mér efst í huga. Ég hef notið þess að vinna í fjölbreyttum verkefnum með einvala lið fólks öll mín ár hjá HK. Hvort sem það eru sjálfboðaliðar, þjálfarar, stjórnarfólk eða annað starfsfólk. Það hefur mikil og góð uppbygging átt sér stað á liðnum árum þökk sé öllu þessu ágæta fólki. Ég hef tengst HK sterkum böndum frá fyrsta degi. Mér þykir afskaplega vænt um þetta félag og hlakka ég til að fylgjast með því vaxa og dafna á hliðarlínunni. Framtíð HK er björt og það er frábært fyrir HK að fá til sín öflugan liðsmann líkt og Söndru og óska ég henni og aðalstjórn alls hins besta. Að lokum langar mig að þakka öllum þeim sem ég hef átt samleið með á mínum HK- árum fyrir ánægjulegt samstarf. HK hjartað slær áfram um ókomna tíð. Áfram HK!" segir Hanna Carla.

Stjórn HK vill nýta tækifærið og þakka Hönnu Cörlu kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar henni velfarnaðar.

Þakklát traustinu

"Ég er mjög spennt að fá að takast á við nýjar áskoranir og verkefni sem framundan eru hjá HK. Hér starfar einstaklega gott fólk og gríðarlega öflugir sjálfboðaliðar. HK er risastór klúbbur með ennþá stærra hjarta. Ég er þakklát traustinu sem mér er sýnt að fá að leiða þennan öfluga hóp saman. Því saman ætlum við lengra og hærra" segir Sandra.

Sandra er íþrótta- og heilsufræðingur með MBA gráðu frá Háskóla Íslands ásamt því að vera viðurkenndur stjórnarmaður frá Akademias. Velkomin til starfa Sandra!

#liðfólksins