Nýr Íþróttastjóri

Í dag tók til starfa nýr íþróttastjóri, Birkir Örn Arnarsson. Birkir er öllum hnútum kunnugur og þarf vart að kynna, en hann starfaði tímabundið sem íþróttastjóri hjá okkur 2023. Birkir hefur strax hafist handa og kemur svo sannarlega til með að láta verkin tala.

Bjóðum Birki velkominn.