Ólafur Örn Ásgeirsson í leikmannahóp U-19


Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla,  hefur valið leikmannahóp fyrir æfingaleik gegn Sviss þann 6.  september nk.

HK á þar sinn fulltrúa markmanninn knáa Ólaf Örn Ásgeirsson.
 
Viljum við óska Ólafi innilega til hamingju með árangurinn. Framtíðin er svo sannarlega björt.
 
Áfram HK!