Opnað hefur verið fyrir skráningar!


Opnað hefur verið fyrir skráningar allra deilda 

 

Líkt og í fyrra fara allar skráningar í félagið í gegnum Sportabler. 

Staðfestir æfingatímar og aðrar upplýsingar sem tengjast einstaka flokkum verða einungis aðgengilegar skráðum iðkendum á sportabler og öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram í gegnum forritið og því mikilvægt að kynna sér vel og sækja forritið.

 

Viljum við biðja ykkur að yfirfara vel allar upplýsingar (netföng og síma) en skráningar eru eru ákveðið öryggistæki og mikilvægt að réttar upplýsingar séu til staðar þegar ná þarf í aðstandendur. 

Frekari upplýsingar um skráningar hér 

 

*ATH. enn eru einhverjar æfingatöflur birtar með fyrirvara um breytingar. 

 

Minnum svo á samlokusöluna í Kórnum, allar upplýsingar hér