Öryggismiðstöðin framlengir samning sinn við handknattleiksdeildina

Handknattleiksdeild HK og Öryggismiðstöðin hafa framlengt starfssamning sinn.

Öryggismiðstöðin útvegar, setur upp og þjónustar allar mögulegar lausnir í öryggi og velferð.  Þeir leggja áherslu á vandaða og persónulega þjónustu.

Það er okkur HK-ingum afar mikilvægt að jafn öflugur samstarsfsaðili og Öryggismiðstöðin er, starfi áfram með handknattleiksdeildinni. 

Áfram HK!