Ragnar Gíslason hefur látið af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá HK.

Ragnar Gíslason hefur látið af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá HK.

Hann hyggst einbeita sér að þjálfun innan félagsins í meira mæli. Ragnar tók við starfi yfirmanns knattspyrnumála í október 2019 og sinnti því starfi af stakri prýði.

HK vill þakka Ragnari fyrir störf sín sem yfirmaður knattspyrnumála og fagnar um leið að fá að njóta krafta hans sem þjálfara í auknum mæli.


GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR