Sara Katrín skrifar undir

Mynd: Hulda Margrét
Mynd: Hulda Margrét

Sara Katrín Gunnarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við HK.

Sara er uppalinn HK-ingur og hefur verið þekkt fyrir mikla áræðni, kraft og mikið markaskor. Hún er einnig metnaðargjörn, áhugasöm og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Sara Katrín var markadrottning Grill 66 deildar kvenna tímabilið 2020-2021 þar sem hún spilaði með HK U. Sara hefur einnig spilað með yngri landsliðum Íslands auk þess að spila með meistraflokki félagsins.

Það er afar ánægjulegt að Sara verði áfram í herbúðum HK en við lítum á hana sem lykilkonu í uppbyggingu félagsins á komandi árum. Við hlökkum til að fylgjast með þessari markadrottningu blómstra í HK-treyjunni.

 

 

Áfram HK!