Sjálfboðaliðadagur 28. apríl

Sjálfboðaliðadagur HK verður haldinn í Kórnum sunnudaginn 28. apríl 2024 nk. Þann dag verður stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land og látum við það ekki fram hjá okkur fara.  Við hvetjum alla fölskylduna til að fjölmenna í Kórinn og láta hendur standa fram úr ermum. Pokum og kortum verða úthlutað á staðnum en hvetjum við fólk til að mæta með hanska. Ef félagsmenn sjá sér ekki fært að plokka þá er um að gera að fá sér hádegismat í Kórnum því matarvagnar mæta á svæðið upp úr hádegi. Fjölmennum í Kórinn og gerum félagshúsið og umhverfið fallegt fyrir sumarið.

Dagskrá

11:00 - 13:00     Plokk !  Pokar og kort af svæðinu úthlutað við Kórinn
12:00 - 14:00     Matarvagnar mæta á svæðið
13:00 – 14:00     Kaffi og spjall í veislusalnum

 - láttu sjá þig!